Laugardaginn 10. desember mun hin árlega Jólalest Coca-Cola koma til byggða í 21. skipti. Lestin leggur af stað frá Stuðlahálsi kl. 16 með tilheyrandi ljósadýrð og jólatónum.

Í tilefni dagsins býður Coca-Cola uppá sérstaka jóladagskrá í Hörpu með jólasveinum og alls kyns húllumhæi á milli kl. 16 og 18. Þar eiga gestir von á að berja Jólalestina augum þegar hún á leið hjá Hörpu.

Hlökkum til að sjá ykkur.

#jólalestin

Leiðarkerfi lestarinnar má sjá hér fyrir neðan